Fabrizio Romano greinir frá því að viðræður Arsenal við ungstirnið Ethan Nwaneri séu í réttum farvegi.
Nwaneri þykir einn af efnilegri leikmönnum enska boltans og hafa ýmis stórveldi verið að fylgjast með samningsmálum hans hjá Arsenal.
Kantmaðurinn er aðeins 18 ára gamall og með eitt ár eftir af samningi sínum við stórveldið.
Viðræður Arsenal við Nwaneri hafa staðið yfir stóran hluta sumars en það hafa ekki borist jákvæðar fregnir af þeim fundum fyrr en í dag.
Nwaneri kom að 11 mörkum í 37 leikjum með Arsenal á síðustu leiktíð.
Athugasemdir