Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfesta ráðninguna á Kolo Toure
Kolo Toure.
Kolo Toure.
Mynd: EPA
Manchester City hefur staðfest ráðninguna á Kolo Toure í þjálfarateymi Pep Guardiola.

Guardiola, sem hefur stýrt City í fjöldamörg ár, hefur verið að hrista upp í þjálfarateyminu sínu í sumar. Kom meðal annars Pep Lijnders, fyrrum aðstoðarmaður Jurgen Klopp, inn í það.

Núna hefur ráðning Toure verið staðfest og er hann mættur til starfa.

Toure, sem er 44 ára, var frábær varnarmaður á sínum ferli sem spilaði meðal annars með City frá 2009 til 2013. Einnig spilaði hann fyrir Arsenal og Liverpool.

Eftir að skórnir fóru upp á hillu þá starfaði hann sem aðstoðarþjálfari Brendan Rodgers hjá Celtic og Leicester. Undanfarið hefur hann starfað í akademíu Man City en hann var einnig stjóri Wigan um stutt skeið.
Athugasemdir
banner