Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hægur eltingarleikur Man Utd við Mbeumo heldur áfram
Bryan Mbeumo í leik gegn Man Utd.
Bryan Mbeumo í leik gegn Man Utd.
Mynd: EPA
Núna er vel liðið á sumarið og viðræður Manchester United um Bryan Mbeumo þokast hægt áfram.

David Ornstein, sá virti fjölmiðlamaður, segir að það sé enn frekar langt á milli Man Utd og Brentford í viðræðum um þennan öfluga leikmann.

Það séu enn nokkrar milljónir punda á milli félaganna sem hafa núna rætt um möguleg félagaskipti leikmannsins í nokkrar vikur.

Það hefur lítið verið að frétta af þessari sögu síðustu vikur og skiptin eru ekki að fara að eiga sér stað strax, þó viðræður haldi áfram.

Mbeumo, sem er 25 ára, vill bara fara til Manchester United þótt það sé áhugi á honum frá öðrum félögum. Á síðasta tímabili gerði hann 20 mörk í 38 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner