Stuðningsmenn Crystal Palace söfnuðust saman við Selhurst Park í gær í þeim tilgangi að mótmæla ákvörðun UEFA að dæma liðið niður í Sambandsdeildina á næstu leiktíð.
Hundruðir stuðningsmanna voru mættir á Selhurst Park með borða og sungu söngva gegn stjórn evrópskrar knattspyrnu.
Palace tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð með því að vinna Man City í enska bikarnum í maí sem var fyrsti titill félagsins í sögunni.
Eagle Football Holdings, sem er í eigu bandaríska kaupsýslumannsins John Textor, á hlut í Palace og franska liðinu Lyon. Reglur UEFA kveða á um að félög með sama eignarhald að ákveðnu marki geti ekki keppt í sömu Evrópukeppninni.
Reglurnar segja að þar sem Lyon endaði ofar í sinni deild en Palace, í sjötta sæti miðað við tólfta, þá á það að fá Evrópudeildarsætið. Nottingham Forest tryggði sér þátttökurétt í Sambandsdeildinni eftir að hafa endað í 7. sæti í úrvalsdeildinni en Forest tekur sæti Palace í Evrópudeildinni.
Crystal Palace supporters chanting “Fuck UEFA” as they protest their expulsion from the Europa League. #CPFC pic.twitter.com/6nkQ3ZGWRf
— Bobby Manzi (@BobbyManzi) July 15, 2025
Athugasemdir