Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Napoli hættir að eltast við Nunez
Mynd: EPA
Napoli er hætt að eltast við Darwin Nunez, framherja Liverpool, samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Nunez gæti þó enn yfirgefið félagið þar sem það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu.

Ítalska félagið lagði fram 55 milljóna evra tilboð í Nunez á dögunum sem Liverpool hafnaði, en enska félagið vill 60 milljónir og haggast það ekki þegar það kemur að verðmiðanum.

Napoli er að fá Lorenzo Lucca framherja Udinese. Hann mun ganga til liðs við félagið á láni en Napoli mun síðan festa kaup á honum næsta sumar.
Athugasemdir
banner