Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Barca búið að selja helming í Pablo Torre (Staðfest)
Mynd: EPA
Barcelona er búið að staðfesta sölu á 50% hlut af sóknarleikmanninum Pablo Torre til Mallorca.

Torre er 22 ára gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi en getur einnig spilað á miðri miðjunni og vinstri kanti.

Mallorca kaupir aðeins helminginn af leikmanninum og halda Börsungar þannig miklu valdi yfir framtíð hans. Börsungar eru einnig með endurkaupsrétt á leikmanninum, sem gerir fjögurra ára samning við Mallorca.

Torre er með 25 milljón evru söluákvæði hjá Mallorca og ef hann verður seldur fær Barcelona helminginn af upphæðinni.

Torre kom að 7 mörkum í 14 leikjum með Barca á síðustu leiktíð. Hann fékk afar lítinn spiltíma og fær nú tækifæri til að sanna sig með nýju liði.
Athugasemdir
banner
banner