Birkir Örn Baldvinsson innsiglaði öruggan sigur Hvíta riddarans á ÍH í 3. deildinni með marki fyrir aftan miðju á föstudagskvöldið. Spilað var á Malbikstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Lokatölur urðu 5-0 fyrir heimamenn í Hvíta.
Markið kom á 64. mínútu leiksins, miðvörðurinn kom upp eigin vallarhelming með boltann, sá að Jón Arnar Hjálmarsson markmaður ÍH stóð nokkuð framarlega og Birkir smellhitti boltann eins og sjá má í spilaranum.
Markið kom á 64. mínútu leiksins, miðvörðurinn kom upp eigin vallarhelming með boltann, sá að Jón Arnar Hjálmarsson markmaður ÍH stóð nokkuð framarlega og Birkir smellhitti boltann eins og sjá má í spilaranum.
Til gamans má geta þess að Birkir Örn er sonur Baldvins Jóns Hallgrímssonar fyrrum keppanda í herra Ísland. Þetta var fyrsta mark Birkis, sem er fæddur árið 2005, í keppnisleik í meistarafokki.
Hvíti riddarinn er í 2. sæti deildarinnar og var að vinna sinn annan leik í röð. ÍH er í miklum vandræðum í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar tíu umferðir eru eftir. Einungis einn varamaður var á skýrslu hjá ÍH í leiknum.
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Augnablik | 12 | 8 | 4 | 0 | 26 - 10 | +16 | 28 |
2. Hvíti riddarinn | 12 | 8 | 1 | 3 | 34 - 17 | +17 | 25 |
3. Magni | 12 | 7 | 2 | 3 | 22 - 17 | +5 | 23 |
4. Reynir S. | 12 | 6 | 3 | 3 | 26 - 25 | +1 | 21 |
5. KV | 12 | 5 | 3 | 4 | 36 - 27 | +9 | 18 |
6. Tindastóll | 12 | 5 | 2 | 5 | 29 - 21 | +8 | 17 |
7. Árbær | 12 | 4 | 3 | 5 | 28 - 31 | -3 | 15 |
8. KF | 12 | 3 | 5 | 4 | 15 - 15 | 0 | 14 |
9. Sindri | 13 | 3 | 4 | 6 | 19 - 25 | -6 | 13 |
10. KFK | 13 | 3 | 3 | 7 | 16 - 27 | -11 | 12 |
11. Ýmir | 12 | 2 | 5 | 5 | 16 - 18 | -2 | 11 |
12. ÍH | 12 | 1 | 1 | 10 | 19 - 53 | -34 | 4 |
Athugasemdir