Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 17:53
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Breiðabliks gegn Egnatia: Tvær breytingar hjá Dóra - Óli Valur byrjar
Óli Valur kemur aftur inn í byrjunarliðið
Óli Valur kemur aftur inn í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svona stillir UEFA upp liðinu
Svona stillir UEFA upp liðinu
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

Breiðablik mætir Egnatia í kvöld, í seinni leik þeirra í forkeppni Meistaradeildarinnar. Egnatia vann fyrri leikinn 1-0, og því þurfa Blikar að vinna í kvöld til þess að fara áfram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Egnatia

Með sigri í dag fara Breiðablik áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem þeir mæta Lech Poznan. Ef þeir tapa fara þeir í forkeppni Sambandsdeildarinnar þar sem þeir mæta annaðhvort Ludogorets eða Dinamo-Minsk.

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum. Kristinn Steindórsson og Aron Bjarnason fá sér sæti á bekknum, en fyrir þá koma Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
77. Tobias Thomsen

Byrjunarlið Egnatia:
98. Mario Dajsinani (m)
5. Anio Potsi
6. Albano Aleksi
7. Fernando Medeiros
9. Soumaila Bakayoko
17. Kastriot Selmani
18. Mohammed Yahaya
19. Arbenit Xhemajli
28. Elion Sota
44. Abdurramani Fangaj
77. Ildi Gruda
Athugasemdir
banner