Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er spurning hvort það styttist í annað eintal"
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu dagar og vikur hafa ekki verið góðar fyrir Stjörnuna. Liðið tapaði í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og hefur aðeins náð í eitt stig af síðustu níu mögulegum í Bestu deildinni.

„Ég þreytist ekki á að segja það að ég get ekki staðsett Stjörnuna neins staðar. Ég veit ekki enn hvernig fótbolta Stjarnan spilar eða vill spila," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

„Þeir eru rosalegt annað hvort eða."

Þetta hefur verið rosalega mikið upp og niður hjá Stjörnunni í sumar. Liðið er í fimmta sæti með 21 stig eftir 15 leiki og með -1 í markatölu. Stjarnan tapaði gegn ÍBV í annað sinn í sumar núna á dögunum.

„Þá var tekið eintal við Jökul eftir leik og það er spurning hvort það styttist í annað eintal. Þeir eru úr leik í bikar..." sagði Valur og vísaði til þess að stjórnarmaður Stjörnunnar hefði átt eintal við Jökul eftir fyrri leikinn gegn ÍBV í deildinni.

„Það er komin voðaleg deyfð yfir Stjörnunni aftur," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Núna hljóta liðin fyrir neðan Víking, Breiðablik og Val að vera að horfa á fjórða sætið. Ef Valur vinnur bikarinn verður fjórða sætið Evrópusæti. Í dag er Fram með betra lið en Stjarnan," sagði Valur.
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Athugasemdir
banner