Wolves er komið í viðræður við spænska félagið UD Almería varðandi hægri bakvörðinn Marc Pubill.
Pubill er 22 ára gamall og eftirsóttur af ýmsum félögum eftir að hafa verið besti leikmaður Almería í næstefstu deild á Spáni síðustu tvö tímabil.
Pubill er með 15 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og er meðal annars eftirsóttur af AC Milan og Barcelona, en Úlfarnir ætla að reyna að vera fyrri til.
Almería er sagt vilja 20 milljónir evra fyrir varnarmanninn sinn.
Aston Villa, AS Roma, Stuttgart og Real Betis eru einnig meðal félagsliða sem eru áhugasöm.
Athugasemdir