Pólski miðjumaðurinn Maxi Oyedele er genginn í raðir franska félagsins Strasbourg fyrir 6 milljónir evra.
Hann kemur þangað eftir að hafa spilað vel með Legía Varsjá í Póllandi á síðasta tímabili.
Hann kemur þangað eftir að hafa spilað vel með Legía Varsjá í Póllandi á síðasta tímabili.
Þetta eru fínar fréttir fyrir Manchester United sem mun fá 40 prósent af þeirri upphæð sem Oyedele var seldur fyrir, eða um 2,4 milljónir evra.
Oyedele var á mála hjá Man Utd frá 2012 til 2024 en spilaði aldrei fyrir aðallið félagsins.
Þetta kemur degi eftir að Man Utd fékk 5 milljónir evra út af sölu Alvaro Carreras til Real Madrid. Er þetta peningur sem ætti að geta hjálpað félaginu að styrkja leikmannahóp sinn í sumar en það gengur hægt.
Athugasemdir