Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólsarinn sem kom ÍA úr botnsæti með sinni fyrstu snertingu
Fagnar hér sigurmarkinu gegn KR.
Fagnar hér sigurmarkinu gegn KR.
Mynd: Baldvin Berndsen: Berndsenphoto
Var nýkominn inn á sem varamaður.
Var nýkominn inn á sem varamaður.
Mynd: Baldvin Berndsen: Berndsenphoto
'Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið á mínum ferli og til að þróast ennþá meira sem leikmaður'
'Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið á mínum ferli og til að þróast ennþá meira sem leikmaður'
Mynd: Baldvin Berndsen: Berndsenphoto
Ísak Máni Guðjónsson hefur spilað stóran þátt í góðri stigasöfnun ÍA að undanförnu. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum, seinna markið var sigurmark gegn KR og fyrra markið kom liðinu í mjög góða stöðu gegn Vestra.

Fótbolti.net ræddi við þennan 19 ára gamla miðjumann í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KR

,Tilfinningin er mjög góð, alltaf gaman að skora mörk og geta hjálpað liðinu. Ég sé bara að Rúnar (Már Sigurjónsson) vinnur boltann á miðjunni og ég tek hlaupið í gegn, veit að Rúnar er góður spyrnumaður þannig vissi að hann var alltaf að fara finna mig í hlaupinu. Mín fyrsta hugsun var bara að koma boltanum á markið og sem betur fer fór hann inn," segir Ísak Máni sem kláraði með skoti milli fóta Halldórs Snæs í marki KR.

Hann var nýkominn inn á sem varamaður. „Þetta var mín fyrsta snerting í leiknum og ekki slæmt að sú snerting hafi endað með marki. Skilaboðin sem ég fékk frá Lárusi voru bara að nýta mína orku og sprengja mig út."

Talandi um Lárus, hann er nýtekinn við. Hvað hefur breyst?

„Lárus hefur bara komið vel inn í þetta með nýjar áherslur, leggur miklar áherslur á að halda einbeitingu í 90 mínútur, góðan og agaðan varnarleik og að vinna einn á einn stöður úti um allan völl."

Ísak Máni samdi við ÍA eftir tímabilið 2023, kom frá Víkingi Ólafsvík. Hver var aðdragandinn að því?

„Ég er uppalinn Ólsari, fæddist meira að segja í Ólafsvík, fór í gegnum alla yngri flokka og steig mín fyrstu skref í meistaraflokksbolta árið 2021. Samningurinn minn við Víking var að renna út eftir tímabilið 2023 og í lok tímabils bauð ÍA mér samning. Ég var búinn að vera æfa og spila með 2. flokknum hjá ÍA og fannst mér í rauninni ekkert annað koma til greina en að skrifa undir hjá þeim. Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið á mínum ferli og til að þróast ennþá meira sem leikmaður."

Það eru fleiri í hópnum hjá ÍA með tengingu við Ólafsvík því þeir Hlynur Sævar Jónsson og Guðfinnur Þór Leósson léku með Ólafsvíkingum á láni sumarið 2021.

Á síðasta tímabili kom Ísak Máni einungis við sögu í tveimur deildarleikjum með ÍA. Voru það vonbrigði?

„Auðvitað vill maður náttúrulega spila sem mest en ég fer úr axlarlið í lok janúar 2024 þannig svo ég var bara í sjúkraþjálfun næstu mánuðina. Þegar ég kom til baka úr meiðslunum þá var ég bara að spila með 2. flokknum, lendi svo aftur í sömu meiðslum í lok tímabils sem leiddi til þess að ég þurfti að fara í aðgerð í lok árs."

Næst á dagskrá hjá ÍA er áframhaldandi barátta, næsti leikur er útileikur gegn KA. Hvernig sérðu framhaldið?

„Það er bara að fókusa á næstu leiki og þau verkefni sem eru lögð fyrir okkur og koma okkur á þann stað í töflunni sem við viljum vera á," segir Ísak Máni að lokum.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner