Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 11:08
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór mun hafa gefið Fylki neitun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, fyrrum þjálfari ÍA, hefur gefið Fylki neitun samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net.

Hann var efstur á blaði Árbæinga sem eru í þjálfaraleit eftir að Árni Freyr Guðnason var látinn taka pokann sinn.

Fylkismönnum hefur gengið illa í Lengjudeildinni og eru aðeins stigi frá neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra. Liðinu var spáð sigri í Lengjudeildinni.

Fróðlegt verður að sjá hver mun taka við Fylki en Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Arnar Grétarsson eru meðal nafna sem Árbæingar gætu horft til en þeir eru báðir án þjálfarastarfs.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir
banner