Wolves hefur náð samkomulagi við brasilíska stórveldið Fluminense um kaup á kantmanninum Jhon Arias.
Úlfarnir borga um 20 milljónir evra fyrir Arias sem er þegar búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir samningi.
Arias er 27 ára landsliðsmaður Kólumbíu. Hann leikur sem hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknartengiliður eða á vinstri kanti.
Arias hefur komið að 17 mörkum í 34 leikjum með Fluminense á tímabilinu og á 31 landsleik að baki fyrir Kólumbíu.
Hjá Wolves mun hann meðal annars berjast við Goncalo Guedes um sæti í byrjunarliðinu.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á skiptin.
Athugasemdir