
Arnar Grétarsson verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net tilkynntur fljótlega sem næsti þjálfari Fylkis.
Mun hann taka við starfinu af Árna Frey Guðnasyni sem var látinn fara í gær.
Mun hann taka við starfinu af Árna Frey Guðnasyni sem var látinn fara í gær.
Arnar var síðast þjálfari Vals en var látinn taka pokann sinn þaðan í fyrra eftir Evrópuleik í Skotlandi. Þar áður gerði hann mjög góða hluti með KA.
Arnar er fyrrum landsliðsmaður og er einnig fyrrum þjálfari Breiðabliks og Roeselare í Belgíu. Þá starfaði hann einnig sem yfirmaður fótboltamála hjá AEK Aþenu í Grikklandi frá 2010 til 2012 og í sama starfi hjá Club Brugge í Belgíu frá 2013 til 2014.
Fylkir hefur átt afar erfitt tímabil til þessa í Lengjudeildinni og er með tíu stig eftir tólf leiki í níunda sæti. Næsti leikur liðsins er gegn Njarðvík á föstudag.
Athugasemdir