Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 19:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tók Blika rúmlega 20 mínútur að snúa einvíginu við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er búið að snúa einvíginu sér í vil gegn Egnatia frá Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin mættust ytra í síðustu viku þar sem Breiðablik tapaði 1-0 en sigurmarkið kom í blálokin.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Egnatia

Liðin eigast nú við á Kópavogsvelli og Breiðablik náði 2-0 forystu eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.

Ágúst Orri Þorsteinsson kom Blikum yfir í kvöld eftir frábæra skyndisókn eftir stundafjórðung.

„Egnatia var í sinni fyrstu sókn leiksins en Blikar gerðu vel í vörninni. Óli Valur fékk boltann á eiginn vallarhelmingi og fór af stað. Fyrirliði Egnatia reif vel í hann en Óli hélt áfram. Hann gaf boltann á Viktor Karl sem gaf hann svo í fyrsta á Tobias, sem var fljótur að sjá Ágúst í fullt af plássi. Ágúst þá kominn einn gegn markmanni og hann kláraði virkilega vel!," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson um fyrsta markið í textalýsingunni.

Viktor Karl Einarsson bætti svo öðru markinu við þegar hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Valgeiri Valgeirssyni.

Það var síðan Ágúst sem skoraði þriðja mark liðsins á 27. mínútu. Kristinn Jónsson átti fyrirgjöf sem fór framhjá varnarmanni Egnatia og Ágúst mætti á fjær og skoraði örugglega.
Athugasemdir
banner