Breiðablik 5 - 0 Egnatia
1-0 Ágúst Orri Þorsteinsson ('15 )
2-0 Viktor Karl Einarsson ('23 )
3-0 Ágúst Orri Þorsteinsson ('27 )
4-0 Viktor Karl Einarsson ('38 )
5-0 Óli Valur Ómarsson ('69 )
Lestu um leikinn
1-0 Ágúst Orri Þorsteinsson ('15 )
2-0 Viktor Karl Einarsson ('23 )
3-0 Ágúst Orri Þorsteinsson ('27 )
4-0 Viktor Karl Einarsson ('38 )
5-0 Óli Valur Ómarsson ('69 )
Lestu um leikinn
Breiðablik var marki undir eftir fyrri leikinn ytra þegar Egnatia kom í heimsókn á Kópavogsvöll í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildlarinnar í kvöld.
Ágúst Orri Þorsteinsson kom Blikum yfir í kvöld eftir frábæra skyndisókn eftir stundafjórðung. Viktor Karl Einarsson bætti svo öðru markinu við þegar hann setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Valgeiri Valgeirssyni.
Það var síðan Ágúst sem skoraði þriðja mark liðsins á 27. mínútu. Kristinn Jónsson átti fyrirgjöf sem fór framhjá varnarmanni Egnatia og Ágúst mætti á fjær og skoraði örugglega.
Viktor Karl var síðan aftur á ferðinni á 38. mínútu. Hann sendi á Óla Val sem átti skot sem var varið, Viktor Karl var fljótur að átta sig og náði frákastinu og hamraði boltanum í netið.
Staðan orðin ansi góð fyrir Blika þegar allur seinni hálfleikurinn var enn eftir. Þar negldi Óli Valur síðasta naglann í kistu Egnatia þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teiginn.
Breiðablik mætir Gísla Gottskálk Þórðarssyni og félögum í Lech Poznan frá Póllandi í næstu umferð.
Athugasemdir