Bayern München leggur allt kapp á að reyna að fá sóknarmanninn Luis Díaz í sumar en Liverpool hefur ekki mikinn áhuga á að selja. Barcelona hefur einnig áhuga á Kólumbíumanninum.
BILD segir að Díaz hafi tekið myndbandsfund með Vincent Kompany, stjóra Bayern München, sem hafi reynt að sannfæra hann um að koma í Bæjaraland. Það fylgir sögunni að sá fundur hafi gengið vel.
Athletic segir að Díaz hafi látið Liverpool vita að hann vilji færa sig um set. Hann er 28 ára, kom frá Porto í janúar 2022, og er með samning til 2027.
Liverpool hafnaði fyrsta tilboði Bayern í Luis Díaz en það hljóðaði upp á 58,6 milljónir punda og sagt að nýtt tilboð sé á leiðinni.
Athugasemdir