Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 11:27
Elvar Geir Magnússon
Toney: Þess vegna hata ég London
Mynd: EPA
Skemmdarverk voru unnin á Lamborghini bifreið sóknarmannsins Ivan Toney meðan hann var í Lundúnum.

Enski landsliðsmaðurinn, sem lék áður fyrir Brentford, er nú búsettur í Sádi-Arabíu en hann gekk í raðir Al-Ahli í fyrra.

Hann hélt til höfuðborgar Englands í sumarfríinu og virðist hafa verið minntur á það af hverju hann ákvað að flytja frá heimalandi sínu.

Hann birti mynd á Instagram þar sem sést að brotist var inn í bíl hans og skrifaði við myndina: 'Þetta er ástæðan fyrir því að ég hata London'.


Athugasemdir
banner
banner