Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 14:07
Elvar Geir Magnússon
Elvis mættur aftur til Eyja (Staðfest)
Elvis Bwonomo.
Elvis Bwonomo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur staðfest að Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við félagið út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið.

Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV.

„Hann er fyrst og fremst öflugur varnarmaður en hann getur leyst flestar stöðurnar í öftustu línu með prýði," segir í tilkynningunni frá ÍBV.

„Elvis kemur frá Úganda eins og margir öflugir leikmenn sem spilað hafa fyrir ÍBV en hann á að baki tvo landsleiki fyrir þjóðina. Hann hefur samtals leikið 48 leiki fyrir ÍBV og er ljóst að nú verða þeir fleiri. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Elvis og býður hann velkominn til Vestmannaeyja á nýjan leik."

Elvis verður 27 ára seinna á árinu en hann var á mála hjá skoska liðinu St. Mirren en hefur verið samningslaus frá því að samningur hans rann út 30. júní.

ÍBV er í níunda sæti Bestu deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
8.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
11.    ÍA 15 5 0 10 16 - 32 -16 15
12.    KA 15 4 3 8 14 - 31 -17 15
Athugasemdir
banner