ÍBV 1 - 0 Stjarnan
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('71)
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('71)
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 0 Stjarnan
ÍBV tók á móti Stjörnunni í fyrri leik kvöldsins af tveimur í Bestu deild karla og var staðan markalaus í leikhlé.
Fyrri hálfleikurinn var afar bragðdaufur þar sem Stjarnan hélt boltanum vel en tókst ekki að skapa góð færi á meðan heimamenn í Eyjum beittu skyndisóknum og fengu besta færið. Hvorugu liði tókst þó að skora fyrr en í seinni hálfleik.
Garðbæingar áttu áfram í erfiðleikum með að skapa sér færi í seinni hálfleiknum sem einkenndist af mikilli baráttu en það voru Eyjamenn sem tóku forystuna á 71. mínútu. Fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson skallaði boltann þá í netið eftir góða stoðsendingu Sverris Páls Hjaltested með hausnum eftir fyrirgjöf frá vinstri kanti.
Stjörnunni tókst ekki að gera jöfnunarmark á lokakaflanum þar sem sóknarleikur liðsins virtist vera nokkuð máttlaus. Alex Þór Hauksson og Adolf Daði Birgisson fengu báðir tækifæri í uppbótartíma sem rötuðu ekki í netið.
Þetta er afar dýrmætur sigur fyrir ÍBV sem er núna þremur stigum frá fallsæti. Stjarnan er áfram í fimmta sæti, aðeins þremur stigum fyrir ofan ÍBV í afar þéttum pakka.
Athugasemdir