Það var góður dagur fyrir Íslendinga í forkeppni Meeistaradeildarinnar í gær.
Breiðablik komst áfram þegar liðið sneri taflinu við gegn Egnatia og rúllaði yfir liðið 5-0 á Kópavogsvelli eftir 1-0 tap ytra í fyrri leiknum.
Breiðablik komst áfram þegar liðið sneri taflinu við gegn Egnatia og rúllaði yfir liðið 5-0 á Kópavogsvelli eftir 1-0 tap ytra í fyrri leiknum.
Þá byrjaði Daníel Tristan Guðjohnsen báða leikina þegar Malmö vann Iberia frá Georgíu samanlagt 6-2.
Guðmundur Þórarinsson var hins vegar ekki með vegna meiðsla þegar FC Noah frá Armeníu komst áfram. Noah vann fyrri leikinn 1-0 gegn Buducnost frá Svartfjallalandi en liðin gerðu 2-2 jafntefli í gær.
Noah komst í tveggja marka forystu og Buducnost missti mann af velli en náði samt að koma til baka en það dugði ekki til fyrir Svartfellingana.
Athugasemdir