Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle er í viðræðum við Frankfurt
Ekitike þykir tilvalinn kostur fyrir ensku úrvalsdeildina. Hann er snöggur, teknískur, gáfaður og skapandi leikmaður sem tekur virkan þátt í sóknarleiknum og er frábær í að klára færi.
Ekitike þykir tilvalinn kostur fyrir ensku úrvalsdeildina. Hann er snöggur, teknískur, gáfaður og skapandi leikmaður sem tekur virkan þátt í sóknarleiknum og er frábær í að klára færi.
Mynd: EPA
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að viðræður Newcastle United við Eintracht Frankfurt séu í gangi þessa dagana.

Félögin ræða þar um framherjann eftirsótta Hugo Ekitike sem vill ólmur skipta til stærra félags í sumarglugganum eftir að hafa verið algjör lykilmaður á frábæru tímabili Frankfurt á síðustu leiktíð.

Ekitike er 23 ára Frakki sem kom að 34 mörkum í 48 leikjum með Frankfurt á síðustu leiktíð. Hann á 5 mörk í 5 leikjum fyrir U21 landslið Frakka en á eftir að taka skrefið upp í A-landsliðið þar sem er ótrúlega mikil samkeppni í sóknarlínunni.

Liverpool, Manchester United, Arsenal og Chelsea hafa öll verið orðuð við Ekitike en þá sérstaklega Liverpool. Vandamálið virðist vera kaupverðið og hafa ýmis félög þess vegna snúið sér að öðrum skotmörkum.

Frankfurt mat Ekitike á 80 milljónir fyrr á árinu en vegna mikils áhuga hefur verðið hækkað. Hann er með fjögur ár eftir af samningi. Fabrizio Romano segir að Newcastle hafi boðið rúmlega 70 milljónir evra til að hefja viðræður við Frankfurt.

Ýmsir fjölmiðlar telja að Frankfurt sé ekki reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir minna en 100 milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner