Daníel Tristan Guðjohnsen var í byrjunarliði Malmö þegar liðið lagði Iberia frá Georgíu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Malmö var með 3-1 forystu eftir fyrri leikinn ytra.
Arnór Sigurðsson er að koma til baka eftir meiðsli en hann sat allan tímann á bekknum.
Arnór Sigurðsson er að koma til baka eftir meiðsli en hann sat allan tímann á bekknum.
Malmö náði tveggja marka forystu eftir klukkutíma leik í kvöld og stuttu síðar varð liðið manni fleiri eftir að leikmaður Iberia lét reka sig af velli. Daníel fór af velli á 65. mínútu.
Malmö skoraði svo þriðja markið í lokin áður en Iberia náði að klóra í bakkann. 3-1 sigur staðreynd og 6-2 samanlagt. Malmö nætir RFS frá Lettlandi í næstu umferð.
Athugasemdir