Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla ekki að selja bæði Wissa og Mbeumo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bryan Mbeumo og Yoane Wissa mættu báðir aftur til æfinga hjá Brentford í gær en annar hvor þeirra mun líklegast yfirgefa félagið í sumar.

Sóknarleikmennirnir eru báðir gríðarlega eftirsóttir en Brentford ætlar ekki að selja þá báða á sama sumri eftir að hafa misst þjálfarann sinn Thomas Frank til Tottenham og fyrirliðann Christian Nörgaard til Arsenal.

Sky Sports greinir frá því að þegar félagið nær samkomulagi um kaupverð fyrir annan hvorn leikmanninn mun hinn þurfa að vera eftir að minnsta kosti til næsta sumars. Báðir leikmenn eiga eitt ár eftir af samningi með möguleika á auka ári sem félagið mun eflaust nýta sér.

Tottenham er meðal félaga sem hafa áhuga á Wissa þar sem leikmaðurinn myndi endursameinast Frank, á meðan Manchester United hefur verið í viðræðum um kaupverð fyrir Mbeumo.

Talið er að um það bil 5 milljónir punda skilji tilboð Man Utd að frá verðmiðanum sem Brentford hefur sett á Mbeumo. Vandamálið snýst fyrst og fremst um greiðsluáætlunina, þar sem Brentford vill fá stærsta hlutann greiddan strax á meðan Rauðu djöflarnir vilja meiri greiðsludreifingu.

Fleiri félög eru áhugasöm um Mbeumo en leikmaðurinn vill fara til Manchester. Á sama tíma hafa Newcastle United og Nottingham Forest sýnt Wissa áhuga í sumar, auk Tottenham.

Wissa og Mbeumo komu samanlagt að 52 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner