KR hefur tapað fjórum af fimm síðustu deildarleikjum. Í gær kom fyrsti leikurinn þar sem KR skorar ekki en liðið tapaði þá 1-0 gegn ÍA á Akranesi. Vesturbæingar eru einu stigi frá fallsæti og í Innkastinu var talað um að raunveruleg hætta sé á falli niður í Lengjudeildina.
Eftir að hafa skorað mikið í upphafi móts hefur hægst á markaskoruninni, og færasköpuninni.
Eftir að hafa skorað mikið í upphafi móts hefur hægst á markaskoruninni, og færasköpuninni.
„KR-ingar eru að spila vel sín á milli en ég veit ekki hvort það megi kalla þetta gæðaleysi á síðasta þriðjungi, þegar þeir eru að komast í ágætis stöður. Allir síðustu krossar og þegar þeir fá færin eða möguleika á að gera eitthvað þá bregðast þeir," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu.
„Síðustu leikir, við erum að tapa á móti KA og ÍA. Hvað getum við tekið fyrir mörg færi sem þeir hafa skapað sér úr opnum leik? Það er ekkert að frétta þar," segir Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður og stuðningsmaður KR, og talar um að ÍA hafi leitað í sömu uppskrift og KA notaði umferðina á undan þegar það vann KR.
„Það gekk betur fyrr í sumar hjá KR en það er að ganga núna að brjóta varnir andstæðingana niður. Lárus Orri fékk bara teikninguna frá Hallgrími yfir það hvernig ætti að vinna þetta KR-lið. Það má segja að hann hafi bara eftir það. KA sýndi bara svart á hvítu hvernig eigi að vinna þetta KR-lið."
Sjálfstraustið að dvína
Valur Gunnarsson telur að slæmt gengi sé farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfstraust leikmanna og það sjáist á vellinum.
„Sjálfstraustið hlýtur að fara niður hjá þessum gæjum þegar þeir tapa hverjum leiknum á fætur öðrum. Þeir hljóta að finna fyrir því þegar þeir eru ekki að ná í stig, sama hvað þjálfarinn talar um einhverja vegferð og spilamennsku. KR verður að fara að sækja stig. Þetta er sama lið og vann ÍA 5-0 í fyrri umferðinni."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
8. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
11. ÍA | 15 | 5 | 0 | 10 | 16 - 32 | -16 | 15 |
12. KA | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 - 31 | -17 | 15 |
Athugasemdir