Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Rashford á ekki skilið að fara til Barcelona"
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Teddy Sheringham, fyrrum sóknarmaður Manchester United, telur að Marcus Rashford eigi ekki skilið að fara til Barcelona.

Rashford er ekki í plönum Rúben Amorim hjá Man Utd og má yfirgefa félagið í sumar.

Amorim var ekki sáttur með það hversu lítið Rashford lagði sig fram á síðasta tímabili og er samband þeirra ekki gott. Rashford hefur sjálfur talað um að hann sé tilbúinn í nýtt ævintýri en Sheringham er ekki sáttur við enska framherjann.

„Sem ungur leikmaður þá stefnirðu á það að komast á toppinn og spila fyrir félag eins og Manchester United. Þegar þú ert kominn þangað, þá verðurðu að kunna að meta það. Þú hendir því ekki í burtu og segist vilja fara," sagði Sheringham.

„Ég vona að Rashford fái ekki það sem hann vilji. Að fara frá Manchester United til Barcelona er skref upp á við sem hann á ekki skilið."
Athugasemdir
banner
banner