Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, fór í gær að skoða aðstæður hjá ítalska félaginu Pro Vercelli.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Jóhannes ákveðið að fara ekki lengra í viðræðum sínum við ítalska C-deildar félagið og skoðar nú aðra möguleika, en hann á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við KR.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Jóhannes ákveðið að fara ekki lengra í viðræðum sínum við ítalska C-deildar félagið og skoðar nú aðra möguleika, en hann á einungis nokkra mánuði eftir af samningi sínum við KR.
Hann er tvítugur miðjumaður sem hefur skorað sex mörk í 14 leikjum í Bestu deildinni. Á dögunum var fjallað um áhuga Vals á leikmanninum.
Hann verður ekki með KR sem mætir ÍA á ELKEM vellinum á Akranesi í kvöld.
Athugasemdir