
Amin Cosic mun spila sinn síðasta leik fyrir Njarðvík á föstudag er liðið mætir Fylki. Svo fer hann yfir í KR.
Hann er nítján ára vinstri kantmaður sem hefur leikið mjög vel á tímabilinu með Njarðvík. Amin er uppalinn hjá HK en hafði einungis leikið einn keppnisleik í meistaraflokki með HK áður en hann samdi við Njarðvík eftir tímabilið 2023. Þar hefur hann blómstrað hjá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, þjálfara liðsins.
Hann er nítján ára vinstri kantmaður sem hefur leikið mjög vel á tímabilinu með Njarðvík. Amin er uppalinn hjá HK en hafði einungis leikið einn keppnisleik í meistaraflokki með HK áður en hann samdi við Njarðvík eftir tímabilið 2023. Þar hefur hann blómstrað hjá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, þjálfara liðsins.
Víkingur hafði líka áhuga á Amin en þetta er leikmaður sem verður spennandi að fylgjast með í KR. Hann gæti strax fengið stórt hlutverk hjá Vesturbæjarstórveldinu.
„Það sem maður heyrir er að Óskar Hrafn (þjálfari KR) hafi tröllatrú á þeim strák og hann sé bara líklegur til að byrja um leið og hann mætir," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.
„Ég gæti alveg trúað því," sagði Valur Páll Eiríksson, sem er stuðningsmaður KR.
„Miðað við hvernig KR hefur spilað síðustu tvo leiki þá má það alveg við öllum göldrum sem hægt er í sóknarleikinn," bætti Valur við.
Athugasemdir