Kantmaðurinn Daniel James er búinn að skrifa undir nýjan samning við Leeds United sem vann Championship deildina á síðustu leiktíð.
James vakti áhuga ýmissa félaga með góðri frammistöðu þar sem hann skoraði 12 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 36 deildarleikjum.
Hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Leeds í sumar en er núna samningsbundinn næstu fjögur árin.
Fulham, Everton og Atalanta sýndu James áhuga en hann ákvað þó að vera áfram í Leeds. Hann lék á láni hjá Fulham tímabilið 2022-23 en stóð sig ekki sérlega vel þá.
James er 27 ára gamall landsliðsmaður Wales sem lék fyrir Manchester United í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Leeds fyrir fjórum árum.
?? ???????????????? ???????????????? ????????????????????!#LUFC is delighted to announce Dan James has signed a new long-term deal!
— Leeds United (@LUFC) July 14, 2025
Athugasemdir