Man Utd fær tæplega 8 milljónir punda í sinn hlut
Álvaro Carreras er búinn að skrifa undir sex ára samning við Real Madrid og er fjórði leikmaðurinn sem er keyptur fyrir aðalliðið í sumar, eftir Trent Alexander-Arnold, Dean Huijsen og Franco Mastantuono.
Real Madrid borgar um 50 milljónir evra í heildina til að kaupa Carreras frá Benfica.
Carreras er 22 ára vinstri bakvörður frá Spáni sem getur einnig spilað á vinstri kanti og sem miðvörður. Hann er gríðarlega fjölhæfur og var í lykilhlutverki með Benfica á síðustu leiktíð.
Carreras hefur komið víða við á ferli sínum þrátt fyrir ungan aldur. Hann fór sem táningur til Real Madrid og var þar í þrjú ár áður en hann var fenginn yfir til Manchester United, en hann valdi Rauðu djöflana framyfir stórveldi á borð við Barcelona og Manchester City.
Hann fékk ekki tækifæri í Manchester og var að lokum seldur til Benfica fyrir svo lítið sem 6 milljónir evra og 20% af hagnaði á næstu sölu. Það þýðir að Man Utd fær um 9 milljónir evra fyrir þessi félagaskipti til Madrídar, en félagið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn á leikmanninum.
Carreras á ellefu landsleiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og stefnir á að berjast um sæti í A-landsliðinu í nánustu framtíð.
???? #WelcomeCarreras ???? pic.twitter.com/uUcJO1nwsg
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) July 14, 2025
Athugasemdir