Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   mán 14. júlí 2025 22:12
Sölvi Haraldsson
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinning er ömurleg, mér fannst Skaginn ekki eiga nokkurn skapaðan hlut skilið úr þessum leik. Þeir koma hérna á heimavelli, liggja í lágvörn og bomba fram. Því miður erum við á þeim stað að það virðist duga liðum.“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tap á Skaganum í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KR

Völlurinn var ekkert vökvaður fyrir leikinn í dag sem hefur verið mikið í umræðunni, hvað finnst Óskari um það?

„Það er eitthvað sem Skagamenn verða að eiga við sjálfa sig. Ég geri ráð fyrir því að það er góð ástæða fyrir því. En auðvitað er það þannig að þegar annað liðið spilar á grasinu og hitt liðið spilar í loftinu er það alveg ljóst hvorum það hentar betur að hafa þurrt gras.“

Hefur Óskar einhverjar áhyggjur af stöðu liðsins í deildinni?

„Nei ég hef engar áhyggjur af þessu. Því það sem við höfum er sterk sjálfsmynd, skýr hugmyndafræði og hún mun skila okkur á góðan stað.“

Ef Óskar hefur ekki áhyggjur af stöðu liðsins í dag, hvenær mun hann þá hafa áhyggjur af stöðunni?

„Ég er ekkert að spá í það hvort við erum að halda sætinu okkar í deildinni. Við vorum í sömu stöðu í fyrra. Ég hef bara það mikla trú á þessu liði og því sem við erum að gera. Maður horfir á alla tölfræði og þá hefur maður engar áhyggjur af þessu. En maður er ekkert að gera lítið úr því að það geta öll lið fallið. En ég hef trú á því sem við erum að gera. Við þurfum samt að vera betri.“

Jóhannes Kristinn Bjarnason hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hafa farið til Ítalíu til þess að æfa með félagi þar. Er Jói búinn að spila sinn síðasta leik fyrir KR í bili?

„Það held ég ekki. Ég held að Jói sé að fara að mæta á æfingu á morgun. Hann fékk leyfi til þess að fara út og skoða aðstæður hjá Ítalsku liði sem við náðum samkomulagi við. Hann ákvað að fara ekki þangað. Ég veit ekki annað en að hann sé að fara að mæta glaður og brosandi á æfingu í fyrramálið.“

Margir ræða hvort það hafi verið hægt fyrir hann að fara út eftir þennan leik þar sem það er langt í næsta leik hjá KR gegn Breiðablik, hann verður spilaður 27. júlí.

„Þetta var bara tímapunkturinn sem var talinn vera réttur fyrir hann. Þetta hentaði honum og liðinu. Við erum ekki í því að leggja stein í götu ungu leikmannana okkar ef þeir eiga möguleika á að fara erlendis og langar til þess. Það hefði verið gott að hafa Jóa með í dag en það var bara tekin ákvörðun með þetta og það voru allir sáttir með hana. Svo fer þessi leikur eins og hann fer og þá geta einhverjir pirrað sig yfir því en það skiptir engu máli í stóra samhenginu. Eins og þessi leikur skiptir engu máli í stóra samhenginu. Nema að enn eina ferðina labbar lið útaf með finnst mér þrjú stig fyrir lítið.“

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner