
Cairney skoraði tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er Fulham endaði í ellefta sæti með 54 stig.
Miðjumaðurinn Tom Cairney er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Fulham.
Hinn 34 ára gamli Cairney er að byrja sitt ellefta tímabil með Fulham, en hann kom við sögu í 29 leikjum á síðustu leiktíð. Í heildina hefur hann spilað 354 leiki fyrir félagið.
Cairney, sem lék aðeins tvo A-landsleiki fyrir Skotland á ferlinum, hefur spilað 144 leiki í efstu deild enska boltans.
Bakvörðurinn öflugi Antonee Robinson, sem gaf tíu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, er varafyrirliði.
Marco Silva hefur verið fjögur ár við stjórnvölinn hjá Fulham, en einungis Pep Guardiola hjá Manchester City og Mikel Arteta hjá Arsenal hafa verið lengur hjá sama félagi.
10 years at Fulham.
— Fulham Football Club (@FulhamFC) July 14, 2025
Let's add another. ????
Athugasemdir