Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 14:16
Elvar Geir Magnússon
Vegglistaverk af Yamal eyðilagt í Barcelona
Fyrir og eftir.
Fyrir og eftir.
Mynd: Samsett
Mynd: Samsett
Vegglistaverk af Lamine Yamal í Rocafonda hverfi Barcelona, hverfinu þar sem leikmaðurinn ungi ólst upp, hefur verið eyðilagt.

Spænskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort skemmdarverkin tengist umtalaðri afmælisveislu Yamal sem varð 18 ára á dögunum.

Stórstjörnur mættu og gestum bannað að taka myndir. Fyrirsætum var borgað fyrir að mæta og dvergar voru meðal þeirra sem skemmtu gestum.

Það var heimamaður sem teiknaði myndina af Yamal sem ofurhetju en hún var afhjúpuð ekki alls fyrir löngu. Ekki er búið að finna skemmdarvargana en búið er að krota yfir alla myndina.

Yamal er einn besti fótboltamaður heims en talað er um að hann hafi beygt af leið með hátterni sínu utan vallar í sumarfríinu og það valdi forráðamönnum Barcelona áhyggjum.
Athugasemdir
banner