Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mateta til Liverpool?
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: EPA
Liverpool ætlar sér að verja Englandsmeistaratitilinn á komandi tímabili og hefur verið nóg að gera hjá liðinu á leikmannamarkaðnum í sumar.

Núna er sagt að félagið sé að horfa til Jean-Philippe Mateta, sóknarmanns Crystal Palace.

Mateta hefur verið hjá Palace í fjögur ár og verið meðal betri framherja ensku úrvalsdeildarinnar á þeim tíma, þá sérstaklega á síðustu tveimur tímabilum. Mateta er kominn með 30 mörk og átta stoðsendingar í 72 úrvalsdeildarleikjum á síðustu tveimur árum.

Hugo Ekitike og Alexander Isak eru sóknarmenn sem hafa verið orðaðir við Liverpool í sumar en samkvæmt Foot Mercato hefur Liverpool núna beint sjónum sínum að Mateta.

Samkvæmt franska fjölmiðlinum þá hittust forráðamenn Liverpool og umboðsmenn Mateta í París til að ræða möguleg skipti.
Athugasemdir
banner
banner