Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley í harðri baráttu um Josh Sargent
Sargent hefur skorað 5 mörk í 28 landsleikjum fyrir Bandaríkin.
Sargent hefur skorað 5 mörk í 28 landsleikjum fyrir Bandaríkin.
Mynd: EPA
Burnley og Wolfsburg leiða kapphlaupið um Josh Sargent, 25 ára framherja Norwich City.

Norwich vill fá 20 milljónir punda fyrir Bandaríkjamanninn sem er með þrjú ár eftir af samningi.

Sargent hefur verið meðal bestu leikmanna Championship deildarinnar á undanförnum árum og hefur í heildina skorað 44 mörk í 98 leikjum í deildinni.

Sargent, sem skoraði 15 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 32 deildarleikjum á síðustu leiktíð, hefur einnig verið orðaður við AS Roma og Leeds United auk fleiri félaga í sumar.

20 milljóna punda verðmiðinn hefur fælt einhver félög frá. Norwich ætlar ekki að selja hann með neinum afslætti.
Athugasemdir
banner
banner