Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Newcastle tjáð Liverpool það að sóknarmaðurinn Alexander Isak sé ekki til sölu í sumar.
Englandsmeistararnir settu sig í samband við Newcastle í dag og var talað um 120 milljón punda tilboð í því samhengi. Newcastle hins vegar verðmetur Isak á 150 milljónir punda.
Englandsmeistararnir settu sig í samband við Newcastle í dag og var talað um 120 milljón punda tilboð í því samhengi. Newcastle hins vegar verðmetur Isak á 150 milljónir punda.
Samkvæmt Sky ætlar Liverpool að beina sjónum sínum að Hugo Ekitike, sóknarmanni Eintracht Frankfurt, núna og berjast við Newcastle um hann.
Ekitike er á óskalista Newcastle og gerði félagið 80 milljón evra tilboð í hann í gær. Því tilboði var hafnað.
Athugasemdir