Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjötugur Jesus þjálfar Ronaldo í fyrsta sinn (Staðfest)
Mynd: EPA
Portúgalski þjálfarinn Jorge Jesus hefur verið ráðinn sem nýr aðalþjálfari hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Þar mun hann þjálfa samlanda sinn Cristiano Ronaldo í fyrsta sinn á ferlinum.

Jesus er 70 ára gamall og býr yfir góðri reynslu úr sádi-arabíska boltanum eftir að hafa stýrt Al-Hilal síðustu tvö ár, en hann þjálfaði félagið einnig tímabilið 2018-19.

Jesus hefur einnig stýrt Fenerbahce, Flamengo, Benfica og Sporting CP á löngum þjálfaraferli. Hann tekur við af Stefano Pioli hjá Al-Nassr.

Ronaldo, sem er nýlega búinn að gera nýjan samning við Al-Nassr, gaf grænt ljós á þjálfaraskiptin.

Jesus mun þjálfa leikmenn á borð við Mohamed Simakan, Aymeric Laporte, Marcelo Brozovic og Sadio Mané hjá Al-Nassr. Liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð með 70 stig úr 34 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner