Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Palmer og Sánchez verðlaunaðir eftir HM
Mynd: EPA
Chelsea vann óvænt þægilegan sigur á franska stórveldinu Paris Saint-Germain er liðin mættust í úrslitaleik HM félagsliða í gærkvöldi.

Cole Palmer var besti leikmaður vallarins þar sem hann skoraði tvennu og lagði eitt upp í 3-0 sigri. Hann var verðlaunaður eftir úrslitaleikinn fyrir að vera besti leikmaður mótsins.

Robert Sánchez markvörður stóð sig einnig frábærlega í úrslitaleiknum eftir að hafa gert gott mót. Hann var verðlaunaður fyrir að vera besti markvörður heimsmeistaramótsins.

Désiré Doué, ótrúlega fimur kantmaður PSG, var hins vegar valinn sem besti ungi leikmaðurinn.

Gonzalo García, 21 árs framherji Real Madrid, endaði markahæstur með fjögur mörk og eina stoðsendingu í fimm leikjum.
Athugasemdir
banner