Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þær eiga að vera hræddar vð okkur"
Kvenaboltinn
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Enska landsliðið er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og liðið er komið í 8-liða úrslit á EM kvenna í Sviss.

Liðið vann stórsigur á Wales í gær 6-1 sem gulltryggði liðinu sæti í 8-liða úrslitunum. England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitunum. Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, segir að þær sænsku eigi að vera hræddar.

„Þetta verður erfiður leikur. Við horfðum á þær og þær voru mjög góðar. Við þurfum að spila okkar besta leik og ég tel að þær eigi að vera hræddar við okkur," sagði Wiegman.

Ella Toone, sóknarmaður liðsins, var sammála þjálfaranum sínum.

„Þær verða erifðar sama hvað. Við horfðum á leikinn og Svíar eru mjög góðar í skyndisóknum en sama hverjum við mætum þá vitum við að við verðum að sýna okkar besta, við verðum að hafa trú á okkur sjálfum. Ef við höldum svona áfram eins og við höfum verið að sýna þá á hver sem er að vera hræddur við okkur," sagði Toone.
Athugasemdir
banner