Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 17:25
Elvar Geir Magnússon
Í forgangi hjá Inter að krækja í Lookman
Lookman í leik með Nígeríu.
Lookman í leik með Nígeríu.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter sé með í forgangi að reyna að krækja í nígeríska landsliðsmanninn Ademola Lookman, en þurfi fyrst að ná samkomulagi við Atalanta.

Sagt er að Atalanta sé með 50 milljóna evra verðmiða á þessum 27 ára leikmanni en Inter vonast til að geta fengið hann fyrir um 10 milljónum minna.

Lookman er sjálfur búinn að gera munnlegt samkomulag við Inter um kaup og kjör samkvæmt Sky Sport Italia.

Á blaði hjá Inter eru einnig Christopher Nkunku hjá Chelsea, Nico Gonzalez hjá Juventus og Jadon Sancho hjá Manchester United.
Athugasemdir
banner