Fiorentina keypti Albert Guðmundsson fyrr í sumar en hann var hjá félaginu á láni á síðasta tímabili. Stefano Pioli, nýr stjóri Fiorentina, sér íslenska landsliðsmanninn sem algjöran lykilmann í sínu liði.
„Albert er leikmaður sem býr yfir gríðarlega mikilli tækni og taktískri greind. Hann elskar að taka ábyrgð og hafa áhrif á leikinn," segir Pioli um Albert.
„Albert er leikmaður sem býr yfir gríðarlega mikilli tækni og taktískri greind. Hann elskar að taka ábyrgð og hafa áhrif á leikinn," segir Pioli um Albert.
„Það er er einmitt það sem gerir hann að lykilmanni í leikkerfi okkar. Hann er fær um að bjóða upp á fjölbreytta sóknarmöguleika og er mikilvægur uppspilspunktur fyrir okkur.
Pioli, sem þjálfaði Fiorentina áður frá 2017 til 2019, hætti með Sádi-arabíska félagið Al Nassr eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir