Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 21:03
Ívan Guðjón Baldursson
Mosquera staðfestir yfirvofandi brottför
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Cristhian Mosquera er búinn að staðfesta það að hann er að yfirgefa Valencia.

Hann sagði þetta í viðtali við útvarpsstöðina Radio Marca Valencia.

„Valencia mun alltaf vera heimilið mitt. Ég kom hingað 12 ára gamall og fer héðan sem fullorðinn maður. Ég er smá sorgmæddur," sagði Mosquera meðal annars í útvarpinu.

Mosquera er 21 árs gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Spánar, auk þess að hafa verið byrjunarliðsmaður í hjarta varnarinnar hjá Valencia síðustu tvö ár.

Valencia hafnaði opnunartilboði Arsenal í júní en félögin hafa verið í viðræðum um kaupverð síðan. Talið er að varnarmaðurinn muni skipta yfir fyrir um 20 milljónir evra í heildina.

Mosquera er á síðasta samningsári sínu hjá Valencia og vill vera seldur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner