UEFA hefur sett FK Arsenal Tivat frá Svartfjallalandi í tíu ára bann frá þátttöku í Evrópukeppnum eftir ásakanir um hagræðingu úrslita.
Nokkrir leikmenn og starfsmenn félagsins hafa verið settir í bann og FIFA er með málið í rannsókn.
Nokkrir leikmenn og starfsmenn félagsins hafa verið settir í bann og FIFA er með málið í rannsókn.
Arsenal Tivat gerði 1-1 jafntefli við Alashkert í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar í júlí 2023. Arsenal tapaði svo 1-6 á heimavelli í seinni leiknum.
Leikmaðurinn Nikola Celebic og stjórnarmaðurinn Ranko Krgovic hafa verið dæmdir í lífstíðarbann frá því að koma nálægt fótbolta. Þrír aðrir leikmenn; Cetko Manojlovic, Dusan Puletic og Radule Zivkovic, fengu tíu ára bann.
Arsenal Tivat var nálægt því að falla úr svartfellsku efstu deildinni á síðasta tímabili en vann í umspili um að halda sæti sínu.
Athugasemdir