Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atletico staðfestir samkomulag um Almada
Mynd: EPA
Atletico Madrid hefur staðfest að félagið hefur náð samkomulagi við Botafogo um kaup á argentínska sóknarmanninum Thiago Almada.

Spænska félagið borgar 21 milljón evra fyrir leikmanninn.

Almada er 24 ára gamall og þótti gríðarlegt efni á sínum tíma. Hann var meðal annars orðaður við Man Utd og Arsenal en hann fór að lokum til Atlanta United.

Hann fór síðan til Botafogo í fyrra en var lánaður til Lyon í janúar á þessu ári. John Textor er eigandi Lyon og Botafogo.

Almada hefur leikið 10 leiki fyrir Argentínu og skorað fjögur mörk. Hann var í hópnum sem vann HM 2022.
Athugasemdir