Serbinn Jovan Mitrovic hefur snúið aftur til Serbíu eftir að hafa leikið fyrri hluta tímabilsins með ÍBV.
Mitrovic tók samtals þátt í 14 leikjum fyrir ÍBV, þar af níu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.
Mitrovic tók samtals þátt í 14 leikjum fyrir ÍBV, þar af níu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.
„Jovan hjálpaði til við að breikka hópinn og byrjaði meðal annars í sterkum sigri á FH á Þórsvellinum. Hann hefur nú ákveðið að halda sínum ferli áfram í Serbíu og reyna fyrir sér í deildarkeppninni heima fyrir," segir í tilkynningu ÍBV.
„Knattspyrnudeildin vill þakka Jovan fyrir samstarfið og óska honum velgengni í því sem tekur við hjá honum."
Elvis Okello Bwomono verður kynntur sem nýr leikmaður hjá ÍBV í dag samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Elvis er 26 ára gamall og er með tvo landsleiki að baki fyrir Úganda. Hann kemur til ÍBV frá St. Mirren í Skotlandi þar sem hann fékk góðan spiltíma í efstu deild og byrjaði meðal annars í leikjum gegn stórveldunum Celtic og Rangers. St. Mirren endaði í 6. sæti af 12 í Premiership deildinni. Elvis spilaði yfir 1500 mínútur í 25 leikjum og gaf tvær stoðsendingar.
Hann þekkir vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa leikið með ÍBV sumrin 2022 og 2023.
Athugasemdir