Kantmaðurinn efnilegi Nestory Irankunda er að ganga í raðir Watford í sumar en óljóst er hvort hann verði keyptur til félagsins eða komi á lánssamningi.
Einhverjir fjölmiðlar segja að Watford fái Irankunda á eins árs lánssamningi en aðrir tala um að Championship-félagið sé að kaupa leikmanninn.
Fabrizio Romano heldur því fram að Watford muni greiða svo lítið sem 3 milljónir evra fyrir Irankunda, en Bayern heldur 50% af endursöluvirði leikmannsins og sérstöku ákvæði um endurkaupsrétt í framtíðinni.
Irankunda er 19 ára gamall en hefur ekki komið við sögu með aðalliði FC Bayern í keppnisleik. Hann lék á láni með svissneska félaginu Grasshoppers á seinni hluta síðasta tímabils og kom þar að fjórum mörkum í nítján deildarleikjum.
Hann á eitt mark í fimm A-landsleikjum með Ástralíu þrátt fyrir ungan aldur og er sagður vera spenntur fyrir að reyna fyrir sér á Englandi.
Athugasemdir