Kristófer Orri Pétursson og KR hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að rifta samningnum hans við félagið.
Kristófer er að glíma við meiðsli sem halda honum frá vellinum út tímabilið og mun hann ekkert koma meira við sögu í sumar.
Kristófer er að glíma við meiðsli sem halda honum frá vellinum út tímabilið og mun hann ekkert koma meira við sögu í sumar.
„Við þökkum Kristófer Orra fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í endurhæfingunni," segir í tilkynningu frá KR-ingum.
Kristófer Orri, sem er fæddur 1998, gekk í raðir KR frá Gróttu fyrir yfirstandandi tímabil. Hann gerði bara samning sem gildir út þetta sumar.
Hann kom við sögu í tveimur leikjum með KR-ingum í Bestu deildinni.
Athugasemdir