Portúgalinn Jorge Jesus tók við Al-Nassr á dögunum en hann þakkar, landa sínum, Cristiano Ronaldo, leikmanni Al-Nassr, fyrir tækifærið.
Jesus hefur reynslu frá Sádi-Arabíu þar sem hann stýrði Al-Hilal. Hann hefur einnig stýrt Fenerbahce, Flamengo, Benfica og Sporting.
Jesus hefur reynslu frá Sádi-Arabíu þar sem hann stýrði Al-Hilal. Hann hefur einnig stýrt Fenerbahce, Flamengo, Benfica og Sporting.
Ronaldo vildi ólmur fá Jesus til liðsins og sá síðarnefndi er mjög þakklátur fyrir það.
„Ég væri ekki hérna án Cristiano Ronaldo. Al-Nassr þarf að vinna titla. Ronaldo hefur alltaf unnið allt hjá félögunum sem hann hefur spilað fyrir. Hann hefur eiginlega ekki unnið neitt hér ennþá svo ég sé til hvort ég geti hjálpað honum. Við tölum sama tungumálið svo það verður auðvelt," sagði Jesus.
Athugasemdir