Stjarnan komitl Eyja í dag í heimsókn og spilaði við ÍBV í miklu roki á Hásteinsvelli. ÍBV skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var Logi Ólafsson þjálfari Stjörnuna mjög svekktur eftir leikinn.
Aðstæður voru erfiðar á Hásteinsvelli í dag og áttu leikmenn beggja liða erfitt með að spila almennilega fótbolta á tímabili í leiknum.
,,Ég verð nú að virða þeim til vorkunnar að aðstæður voru erfiðar, bæði niður á jörðunni og uppi í loftinu, þannig okkur gekk ill a að ná fram einhverju spili og sköpuðum litla hættu".
Stjarnan skoraði mark sem var svo dæmd rangstæða og var rangstöðulykt af marki ÍBV.
,,Jafntefli hefðu kannski verið sanngjörn úrslit en við sofnuðum á verðinum og svo er spurning hvort menn hafi verið rangstæðir. Var Tryggvi rangstæður þegar hann skoraði, var Jeffs rangstæður þegar hann skoraði, en því verður ekki breytt".
,,Þetta mark ÍBV var klárlega rangstæða fyrir mér og Tryggvi var ekki rangstæður".
Stjarnan er í harðri baráttu um evrópusæti og eru tveir úrslitaleikir eftir fyrir þá.
,,Við eigum eftir tvo leiki og Breiðablik á eftir þrjá, það munar sex stigum á liðunum sem þýðir að við getum náð í sex stig á meðan Breiðablik getur náð í níu. Við eigu Breiðablik innbyrðis á sunnudaginn og verðum að duga betur þá".
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















